Ferill 607. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1167  —  607. mál.




Svar


utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um viðveru herliðs.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu mikil var viðvera erlends herliðs á Íslandi á árunum 2016–2023? Þess er óskað að fram komi tímabil og tilefni viðveru hvers hóps, upprunaríki og fjöldi liðsmanna og gistinátta. Fyrir árið 2023 er þess jafnframt óskað að fram komi kostnaður ríkisins í tengslum við hvern hóp og af hverju sá kostnaður stafaði.

    Í töflunum hér á eftir er yfirlit yfir viðveru erlends herliðs á Íslandi á árunum 2016–2023 ásamt upplýsingum um tímabil, upprunaríki, fjölda liðsmanna og tilefni viðveru ásamt samantekt á fjölda gistinátta.

2023 Hópur Fjöldi (meðaltal) Tímabil Tilefni
Bandaríski sjóherinn 143 1. jan. – 31. des. Kafbátaeftirlit
Bandaríski sjóherinn 19 1. jan. – 31. des. Kafbátaeftirlit
Starfsmaður USN 1 1. jan. – 31. des. Vegna fjarskiptastöðvar í Grindavík
Norski flugherinn 54 7. jan. – 18. feb. Loftrýmisgæsla
Breski flugherinn 18 19. jan. – 23. jan. NATO æfing
Bandaríski sjóherinn 24 29. jan. – 4. feb. Eftirlit með æfingum
Þýski flugherinn 9 28. mars – 29. mars Kynnisferð
Liðsmenn frá ýmsum bandalagsríkjum 97 18. apríl – 7. maí Dynamic Mongoose
Joint Expeditionary Force (JEF) 116 14. maí – 7. júlí Æfing
Eistneski flugherinn 1 15. maí – 28. sept Þjálfunarverkefni
Norski flugherinn 1 20. maí – 6. júlí Þjálfunarverkefni
Bandaríski flugherinn 9 31. maí – 1. júní Air Defender, æfing
Bandaríski flugherinn 84 3. júní – 8. júní Air Defender, æfing
Bandaríski flugherinn 38 21. júní – 7. júlí Air Defender, æfing
NATO HQ DI 10 11. júlí – 13. júlí Ráðstefna
Kanadíski flugherinn 8 17. júlí – 31. júlí Viðgerð á flugvél
Þýski flugherinn 48 26. júlí – 13. ágúst Rapid Viking, æfing
Bandaríski flugherinn 135 1. ágúst – 3. okt. B2 verkefni
Norski flugherinn 13 9. ágúst – 10. ágúst Loftrýmisgæsla, undirbúningur
Starfsmenn frá US, LVA, BEL, LTU, ROU 13 14. ágúst – 18. ágúst Tæknisamstarf
Starfsmenn frá NOR, FIN, DNK, SWE 9 14. ágúst – 16. ágúst Samráðsfundur
Bandaríski flugherinn 2 20. ágúst – 25. ágúst Heimsókn
Starfsmenn frá NOR, SWE 9 22. ágúst – 23. ágúst NORDEFCO fundur
Sprengjusérfræðingar frá ýmsum bandalagsríkjum 44 24. ágúst – 1. sept. Northern Challenge, skipulagsfundur
Norski flugherinn 11 25. ágúst – 7. sept. Þátttaka í B2 æfingu
AIRCOM, COM (US) 13 28. ágúst – 29. ágúst Heimsókn
Joint Arctic Command DK 3 31. ágúst Heimsókn
Starfsmenn Bandaríska hersins 28 5. sept – 8. sept. Norður Víkingur, skipulagsfundur
Bandaríski sjóherinn 3 11. sept – 15. sept. Úttekt
Sprengjusérfræðingar frá ýmsum bandalagsríkjum 209 16. sept. – 12. okt. Northern Challenge, æfing
Norski flugherinn 2 17. sept. – 5. okt. Þjálfunarstuðningur
Joint Expeditionary Force, GBR 3 26. sept. Undirbúningur
Kanadíski herinn 3 26. sept. – 29. sept. Tækniaðstoð
Bandaríski flugherinn 77 15. okt. – 20. nóv. Loftrýmisgæsla
Kanadíski flugherinn 46 17. okt. – 1. des. Kafbátaeftirlit
Litáíski herinn 5 3. okt. Kynnisferð
NECC-IS-NOR 3 3. okt. – 7. okt. Tæknistuðningur
USA 2 9. okt. – 11. okt. Tæknistuðningur
Bandaríski sjóherinn í Evrópu (NAVEUR) 6 12. okt. Samráðsfundur
Ítalska sendiráðið 3 19. okt. Samráðsfundur
Bandaríski flugherinn 2 30. okt. – 2. nóv. B2, frágangur
Þýski sjóherinn 34 29. nóv. – 21. des. Kafbátaeftirlit
NAVFAC 3 10. des. – 13. des. Samráðsfundur
Bandaríska sendiráðið í Osló 1 10. des. – 12. des. Samráðsfundur
Bandaríski flugherinn 7 10. des. – 12. des. Þjálfun
Joint Expeditionary Force, GBR 3 11. des. Uppsetning á búnaði
Varnarmálaráðuneyti Slóveníu 4 13. des. Tæknisamstarf
US EUCOM 3 15. des. Kynnisferð
Kanadíski flugherinn 7 18. des. – 21. des. Kafbátaeftirlit
Kanadíski flugherinn 3 26. des. – 27. des. Kafbátaeftirlit
2022 Hópur Fjöldi (meðaltal) Tímabil Tilefni
Bandaríski sjóherinn 171 1. jan. – 31. des. Kafbátaeftirlit
Bandaríski sjóherinn 19 1. jan. – 31. des. Kafbátaeftirlit
Kanadíski flugherinn 30 26. jan. – 17. mars Kafbátaeftirlit
Portúgalski flugherinn 74 26. jan. – 14. apríl Loftrýmisgæsla
Liðsmenn frá ýmsum bandalagsríkjum 115 23. mars – 19. apríl Norður-Víkingur
Ítalski flugherinn 127 16. apríl – 7. júlí Loftrýmisgæsla
Danski flugherinn 12 25. júlí – 30. ágúst Viðhald þyrlu
Sprengjusérfræðingar frá ýmsum bandalagsríkjum 212 19. sept. – 14. okt. Northern Challenge
Kanadíski flugherinn 35 30. sept. – 21. des. Kafbátaeftirlit
2021 Hópur Fjöldi (meðaltal) Tímabil Tilefni
Bandaríski sjóherinn 54 1. jan. – 3. mars Kafbátaeftirlit
Bandaríski sjóherinn 16 1. jan. – 31. des. Kafbátaeftirlit
Kanadíski flugherinn 26 1. jan. – 31. jan. Kafbátaeftirlit
Norski flugherinn 91 2. feb. – 5. apríl Loftrýmisgæsla
Bandaríski sjóherinn 177 16. mars – 31. des. Kafbátaeftirlit
Liðsmenn frá ýmsum bandalagsríkjum 46 20. júní – 5. ágúst Dynamic Mongoose
Bandaríski flugherinn 102 3. júlí – 4. ágúst Loftrýmisgæsla
Pólski flugherinn 101 5. ágúst – 5. okt. Loftrýmisgæsla
Bandaríski flugherinn 120 12. ágúst – 26. sept. B2 verkefni
Danski flugherinn 14 15. sept. – 18. okt. Viðhald þyrlu
Sprengjusérfræðingar frá ýmsum bandalagsríkjum 156 9. okt. – 3. nóv. Northern Challenge
Kanadíski flugherinn 40 13. nóv. – 24. des. Kafbátaeftirlit
2020 Hópur Fjöldi (meðaltal) Tímabil Tilefni
Bandaríski sjóherinn 58 1. jan. – 18. jan. Kafbátaeftirlit
Bandaríski sjóherinn 15 1. jan. – 31. des. Kafbátaeftirlit
Bandarískir og norskir liðsmenn 45 22. jan. – 4. maí Norður-Víkingur
Kanadíski flugherinn 22 27. jan. – 27. maí Kafbátaeftirlit
Norski flugherinn 91 2. feb. – 3. apríl Loftrýmisgæsla
Bandaríski sjóherinn 24 3. feb. – 7. feb. Kafbátaeftirlit
Bandaríski sjóherinn 17 1. mars – 6. mars Kafbátaeftirlit
Ítalski flugherinn 113 24. maí – 28. júlí Loftrýmisgæsla
Bandaríski sjóherinn 105 8. júní – 24. nóv. Kafbátaeftirlit
Breskir, norskir, franskir liðsmenn 34 26.júní – 20.júlí Dynamic Mongoose
Danski flugherinn 10 1. júlí – 19. júlí Viðhald á þyrlu
Sprengjusérfræðingar frá ýmsum bandalagsríkjum 37 29. ágúst – 22. sept. Northern Challenge
Danski flugherinn 10 22. sept. – 27. okt. Viðhald á þyrlu
Bandaríski flugherinn 167 1. okt. – 10. nóv. Loftrýmisgæsla
Kanadíski flugherinn 46 17. okt. – 6. nóv. Kafbátaeftirlit
Bandaríski sjóherinn 4 14. des. – 20. des. Kafbátaeftirlit
2019 Hópur Fjöldi (meðaltal) Tímabil Tilefni
Bandaríski sjóherinn 57 28. jan. – 24. feb. Kafbátaeftirlit
Bandaríski sjóherinn 7 3. feb. – 23. feb. Kafbátaeftirlit
Ítalski flugherinn 107 1. mars – 18. apríl Loftrýmisgæsla
Bandaríski sjóherinn 11 28. mars – 30. nóv. Kafbátaeftirlit
Bandaríski sjóherinn 12 12. apríl – 15. júlí Kafbátaeftirlit
Bandaríski flugherinn 105 21. júlí – 27. ágúst Loftrýmisgæsla
Bandaríski sjóherinn 13 20. maí – 10. júní Kafbátaeftirlit
Sprengjusérfræðingar frá ýmsum bandalagsríkjum 122 31. ágúst – 24. sept. Northern Challenge
Ítalski flugherinn 139 23. sept. – 31. okt. Loftrýmisgæsla
Bandaríski sjóherinn 54 20. okt. – 14. des. Kafbátaeftirlit
Breski flugherinn 103 28. okt. – 17. des. Loftrýmisgæsla
2018 Hópur Fjöldi (meðaltal) Tímabil Tilefni
Bandaríski sjóherinn 7 1. jan. – 16. feb. Kafbátaeftirlit
Danski flugherinn 45 5. apríl – 2. maí Loftrýmisgæsla
Bandaríski sjóherinn 91 17. júní – 12. júlí Kafbátaeftirlit
Bandaríski sjóherinn 7 19. júní – 11. júlí Kafbátaeftirlit
Bandaríski flugherinn 167 24. júlí – 3. sept. Loftrýmisgæsla
Bandaríski sjóherinn 14 24. ágúst – 28. ágúst Kafbátaeftirlit
Ítalski flugherinn 127 27. ágúst – 10. okt. Loftrýmisgæsla
Sprengjusérfræðingar frá ýmsum bandalagsríkjum 140 16. sept. – 27. sept. Northern Challenge
Bandaríski sjóherinn 29 14. okt. – 30. okt. Kafbátaeftirlit
2017 Hópur Fjöldi (meðaltal) Tímabil Tilefni
Ítalski flugherinn 100 9. mars – 30. apríl Loftrýmisgæsla
Bandaríski sjóherinn 11 19. apríl – 31. des. Kafbátaeftirlit
Bandaríski sjóherinn 11 19. apríl – 31. des. Kafbátaeftirlit
Kanadíski flugherinn 119 1. maí – 23. júní Loftrýmisgæsla
Liðsmenn frá ýmsum bandalagsríkjum 140 18. júní – 9. júlí Dynamic Mongoose
Bandaríski sjóherinn 9 1. júlí – 15. júlí Kafbátaeftirlit
Bandaríski flugherinn 119 15. ágúst – 19. okt. Loftrýmisgæsla
Bandaríski sjóherinn 54 21. ágúst – 17. des. Kafbátaeftirlit
Sprengjusérfræðingar frá ýmsum bandalagsríkjum 139 23. sept. – 20. okt. Northern Challenge
2016 Hópur Fjöldi (meðaltal) Tímabil Tilefni
Bandaríski sjóherinn 12 1. jan. – 31. des. Kafbátaeftirlit
Bandaríski sjóherinn 60 1. jan. – 31. des. Kafbátaeftirlit
Bandaríski flugherinn 160 4. apríl – 30. apríl Loftrýmisgæsla
Norski flugherinn 70 30. maí – 28. júní Loftrýmisgæsla
Tékkneski flugherinn 70 29. sept. – 1. nóv. Loftrýmisgæsla
Sprengjusérfræðingar frá ýmsum bandalagsríkjum 215 12. sept. – 22. sept. Northern Challenge

Gisting – samantekt.

2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023
Samtals gistinætur á KAB 1 29.607 19.465 30.215 26.784 37.289 57.571 56.970
Samtals gistinætur á hóteli 7.043 4.405 7.679 28.647 55.158 43.864 37.555
Samtals gistinætur á Íslandi 36.650 23.870 37.894 55.431 92.447 101.435 94.525
Hlutfall KAB 81% 82% 80% 48% 40% 57% 60%

    Ekki voru tiltækar nákvæmar upplýsingar um fjölda og skiptingu gistinátta á árinu 2016 en ætla má að þær hafi verið nálægt 36 þúsund miðað við áætlaðan þátttakendafjölda og tímalengd hvers verkefnis.
    Beinn aðgreindur kostnaður af viðveru erlends herliðs á árinu 2023 nam rúmum 34 millj. kr. Sá kostnaður var að langmestu leyti samningsbundinn kostnaður vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins (tæpar 33 millj. kr.) en rétt er að hafa í huga að kostnaður við loftrýmisgæsluna á síðasta ári var mjög lágur. Bæði var að á árinu voru einungis tvær flugsveitir hér við formlega loftrýmisgæslu, norsk og bandarísk en venjulega koma þrjár sveitir árlega. Kostnaður við norsku flugsveitina nam um 28 millj. kr., 20 millj. kr. vegna fæðiskostnaðar, 4 millj. kr. vegna flutninga á liðsmönnum og 4 millj. kr. í annan kostnað. Vegna skamms fyrirvara á komu bandarísku flugsveitarinnar gistu flestir liðsmenn hennar utan öryggissvæðis og bar sveitin bróðurpartinn af kostnaði við dvölina sjálf. Kostnaður Íslands hennar vegna nam um 4,8 millj. kr., þar af 2,3 millj. kr. vegna þátttöku í fæðiskostnaði, 1,5 millj. kr. vegna flutninga á liðsmönnum og 1,2 millj. kr. í annan kostnað. Árlegur kostnaður við loftrýmisgæslu er annars áætlaður 90–100 millj. kr. Langstærstu útgjaldaliðir við loftrýmisgæsluna eru fæðiskostnaður og flutningar.
    Almennur rekstur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli fellur á íslenska ríkið í formi gistiríkjaskuldbindinga og þjónustu sem er til staðar alla daga ársins, þ.m.t. er starfsmannakostnaður, almenn þjónusta, viðhald, öryggisgæsla og rekstur mannvirkja, kerfa og svæða. Sá kostnaður er ekki sundurliðaður niður á einstök verkefni.
    Erlendur liðsafli, þ.m.t. bandaríski sjóherinn sem dvelur hér á landi við önnur verkefni en formlega loftrýmisgæslu, greiðir að mestu allan annan kostnað sem til fellur án álags, þ.m.t. er afnot af gistingu, fæði, flutningur á liðsmönnum o.fl.

    45 tímar fóru í að taka saman þetta svar við fyrirspurninni, aðallega hjá starfsmönnum varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar í stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins í Keflavík.

1    KAB er stytting á ensku heiti öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli „Keflavik Air Base“.